Sérfræðingar spá því að fasteignaverð í Danmörku haldi áfram að lækka á næsta ári, að því er fram kemur í Børsen í dag. Fasteignaverð, sér í lagi eignaíbúðir, hefur lækkað mikið í ár en gert er ráð fyrir að lækkunin á næsta ári verði minni en í ár. Að meðaltali hljóðar spá sérfræðinganna upp á 10% lækkun árið 2008.

Sérfræðingarnir benda allir á að mikill munur sé á milli svæða innan Danmerkur. Verð í Kaupmannahöfn og Árósum gæti lækkað meira en landsmeðaltalið, líkt og í ár.