Á morgunfundi sem bar yfirskriftina „Áskoranir í ríkisrekstri“ sem haldinn var á Grand Hotel í gær tók meðal annarra til máls Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar. Fundurinn var haldinn á vegum Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála. Yfirskrift erindis Guðlaugs var „Forgangsröðun í þágu grunnþjónustu“ og segir hann mikilvægt að líta til langs tíma og að taka nágrannalönd okkar til fyrirmyndar í þegar kemur að fjárlagagerð. Hann minntist einnig á að helsta ástæðan fyrir agaleysi í ríkisfjármálum væri kjarkleysi og ábyrgðaleysi stjórnmálamanna.

VB Sjónvarp ræddi við Guðlaug.