Bandaríski seðlabankinn verður að halda stýrivöxtum lágum og hækka lágmarkslaun, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Í nýjustu hagspá sjóðsins segir að verði þetta gert þá geti það stuðlað að bata efnahagslífsins. AGS er nokkuð svartsýnni á horfur vestanhafs á árinu en áður og spáir því að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði 2% á þessu ári. Fyrri spá, sem gefin var út í apríl, hljóðaði upp á 2,8%. Á móti er því spáð að hagvöxtur í Bandaríkjunum verðí 3% á næsta ári.

AGS leggur í hagspá sinni ríka áherslu á hækkun lágmarkslauna enda geti það komið landsmönnum til góða og bætt stöðu efnahagsmála vestanhafs.