*

mánudagur, 14. júní 2021
Innlent 1. maí 2018 13:07

Airbnb styður Íslandseiðinn

Icelandic pledge, herferð Íslandsstofu um ábyrga ferðahegðun, verður nú deilt til allra sem nýta Airbnb gistingu á Íslandi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gistideilisíðan Airbnb hefur í samstarfi við Íslandsstofu til að styðja við Íslandseiðinn, eða svokallaðann Icelandic Pledge á enska tungu, um að styðja við ábyrga ferðahegðun á Íslandi. Sem þáttakandi í samstarfinu hyggst síðan deila upplýsingum um eiðinn til þeirra sem ferðast til Íslands og nýta sér gistingu í gegnum síðuna.

Eins og Viðskiptablaðið hefur greint frá er talið að um 1,9 milljón gistinætur hafi verið í heimahúsum á vegum Aribnb og svipaðra síðna á síðasta ári.

Íslandseiðurinn var settur upp af Íslandsstofu til að auka ábyrga hegðun og meðvitund ferðamenna um hvernig á að umgangast landið. Í eiðnum eru ferðamenn hvattir til að hugsa um hve viðkvæmt landið er meðan á ferðum þeirra stendur. En einnig að það gæti sín á síbreytilegu veðri og setji öryggið í forgang. Hér má sjá myndband frá Airbnb um Íslandseiðinn, The Icelandic Pledge.