Þörf verður fyrir næstum 26.000 nýjar farþegavélar og flutningavélar á næstu 20 árum, samkvæmt nýrri heimsmarkaðsspá evrópska flugvélaframleiðandans Airbus.

Fjöldi flugvélanna er metinn á 3.200 milljarða Bandaríkjadala á fyrrnefndu tímabili.

Samkvæmt spá Airbus sprettur þessi þörf fyrst og fremst af því að flugfloti verður endurnýjaður með nýrri og vistvænni vélum á þróaðri mörkuðum. Þá spilar mikið inn í öflugur vöxtur á nýjum mörkuðum og krafa um ódýrari flutningavélar, sérstaklega í Asíu, og aukið markaðsfrelsi og stækkun á þeim leiðum sem fyrir eru.

Samkvæmt heimsmarkaðsspá árið 2010 verða 900 viðbótar afhendingar flugvéla umfram spána 2009. Samkvæmt því er vaxtarhraðinn heldur meiri eða 4,8% borið saman við 4,7% árið 2009. Mestur fjöldi nýrra véla verða vélar með einum sætisgangi en á þeim markaði keppir A320 fjölskylda Airbus.

Af þeim næstum 26.000 viðbótar farþega- og flutningavélum sem þörf er fyrir verða um það bil 25.000 farþegavélar og eru þær metnar á meira en 2.900 milljarða bandaríkjadala. Af þessum viðbótar farþegavélum munu 10.000 leysa af hólmi eldri og ekki jafn vistvænar flugvélar og um það bil 15.000 verða til stækkunar.

Ef höfð er hliðsjón af núverandi flota farþegavéla sem eru meira en 14.000 mun floti þeirra aukast í um það bil 29.000 vélar til 2029.