Skuldatryggingaálagið (CDS) á Spán hefur hækkað í kjölfær lækkunar á lánshæfismati landsins.  Nú er álagið á 5 ára skuldabréf ríkissjóðs Spánar nú komið í 257 punkta en stóð á mánudaginn í 237 punktum. Álagið hefur ekki verið hærra í tvo mánuði.

Skuldatryggingaálagið á Grikkland hefur haldið áfram að hækka og er álag á skuldir ríkissjóðs Gríkklands nú komið í 1.042 punkta en var í 1.031 á mánudag.

Skuldatryggingaálagið á Írland stendur nú í 595 punktum og í Portúgal er álagið 505 punktar. Álagið á bæði ríkin hafa hækkað lítillega síðustu daga.

Álagið á skuldir ríkissjóðs Íslands hefur lítið breyst í vikunni, er nú 240 punktar en hefur lægst farið í 224 punkta í ár. Álagið áÍsland og Spán hefur verið svipað undanfarið en Spánn hefur síðustu daga hækkað meðan Ísland hefur staðið í stað.

Skuldatryggingaálag 11.03.11
Skuldatryggingaálag 11.03.11
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Stækka má myndina með því að smella á hana.