Alfesca hefur selt norska fiskölufyrirtækið Christiansen Partner AS til til CP Holding AS, fyrirtækis sem er undir stjórn John Synnes, framkvæmdastjóra Christiansen Parter. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Þessi sala markar tímamót því nú á Alfesca ekki lengur neina aðild að sölu á óunnum fiski enda er það stefna fyrirtækisins að einbeita sér að framleiðslu og markaðssetningu á unnum matvælum,“ segir í tilkynningunni.

Þá kemur fram að afkoma Christiansen Partner verður skilgreind sem aflögð starfsemi í reikningum Alfesca fyrir fjárhagsárið sem lýkur í júní 2008.

Heildarvelta Christiansen Partner nam €25,4 milljónum á fjárhagsárinu 2006/7. Bókfært virði heildareigna fyrirtækisins sem var selt nam €2,5 milljónum í lok síðasta árs. Reiknað er með að þessi sala nú muni hafa óveruleg en þó frekar jákvæð áhrif á afkomu Alfesca, segir í tilkynningunni.