Stefnt er að því að fundum Alþingis verði frestað í dag laugardag til 20. janúar. Miklar annir hafa verið á þingi undanfarna daga. Nokkur mál bíða afgreiðslu fyrir jólahlé.

Þingfundur hefst kl. 9.30 í dag. Á dagskrá eru nokkur þingmál. Meðal annars frumvarp til ráðstafana í ríkisfjármálum, frumvarp um fjáraukalög, frumvarp um kjararáð, eftirlaunafrumvarpið og frumvarp menntamálanefndar um Ríkisútvarpið ohf.

Búast má við að þingfundur standi fram eftir degi en að svo verði fundum frestað og þingmenn fari þar með í jólafrí.