Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna var sett í dag. Í setningarræðu sinni bað Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, þjóðarleiðtoga í heiminum um að auka ekki á blóðsúthellingarnar í Sýrlandi og hætta að senda vopn þangað.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hóf ræðu sína fljótlega eftir að Ban Ki-moon hafði talað. Á eftir honum munu Hassan Rouhani, forseti Íran, tala. Hann biðlaði í gær til þjóðarleiðtoga víðsvegar um heim um að aflétta viðskiptahömlum á þjóðina.

Viðskiptahömlur voru settar á vegna ótta um að Íran væri að þróa kjarnorkuvopn.