„Við getum lifað áfram við krónuna. En aðeins ef þetta verður önnur króna en sú sem við búum við í dag,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Almar var með erindi í dag á hádegisverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, og fjallaði þar um það hvernig hagstjórn þurfi að vera hér á landi.

Almar fór yfir stöðu krónunnar, sveiflur af hennar völdum og áhrif á hagkerfið og dró þá ályktun að hún dugi ekki. „Ég er hræddur um að hún sé ekki nægilega agað tæki fyrir okkur,“ sagði hann og lagði áherslu á að hér vanti meiri stöðugleika og trúverðugleika í peningamálum.

Mikilvægt er að taka ákvörðun um framtíðarsýnina, að mati Almars, sem þó lagði áherslu á að einmitt þetta væri Akkílesarhæl þjóðarinnar: hún eigi ætti almennt erfitt með að taka ákvarðanir: „Við erum eiginlega ótrúlega léleg í því að taka ákvarðanir,“ sagði hann.

Almar Guðmundsson
Almar Guðmundsson
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)