Alþjóðabankinn mun lýsa yfir áætlun sinni með „Endir fátæktar“þegar fjármálaráðherrar koma saman fyrir vorráðstefnu í Washington í þessari viku, en að baki slagorðinu stendur stofnun í uppnámi – í stórtækri endurskipulagningu undir forstjóra hennar, Jim Yong Kim. Kim, sem hefur nú lokið 21 mánuði af fimm ára kjörtímabili sem leiðtogi mikilvægustu þróunarstofnun heims, mun tilkynna ráðherrunum að Alþjóðabankinn sé nú vel á veg kominn með að verða straumlínulagaður „lausnabanki“ eftir metnaðarfulla endurskipulagningu hans í átt til „alþjóðlegrastarfshátta“.

Samkvæmt viðtölum við í kringum 20 núverandi og fyrrverandi starfsmenn bankans hefur hann hins vegar sokkið niður í eins konar endurskipulagningar- helvíti, þar sem Kim hefur lagst í 400 milljóna dollara kostnaðarlækkun, algjöra endurskoðun á fjármálum bankans og umfangsmiklar endurbætur á innviðum hans – allt á sama tíma. Kim hefur ráðið dýra ráðgjafa sér til aðstoðar, neytt 48 lykilstjórnendur bankans til að sækja um störf sín að nýju – rekið þrjá æðstu yfirmenn án útskýringa – og vakið óánægju starfsmanna með því að fljúga um í einkaþotum á meðan hann leggur til umtalsverðan niðurskurð.

Á sama tíma vakna efasemdir um það hvort breytingar á innviðum bankans ættu að vera helsta forgangsröðun Kims fyrir bankann, sem er í vaxandi baráttu til að halda sessi sínum. Þótt bankinn sé einn af máttarstólpum alþjóðafjármálakerfisins, þá er hann oft í samkeppni við lönd líkt og Kína sem eru eigin stærstu viðskiptavinir þegar kemur að því að lána til þróunarlanda. „Nær [endurskipulagningin] raunverulega að rótum vandans?“ sagði Uri Danush, fyrrum fulltrúi bankans, sem nú starfar fyrir Carnegie Endowment for International Peace. „Ég held að þetta sé skref í rétta átt en stærsta álitaefni bankans er hvort hann haldi mikilvægi sínu fyrir ríki með meðalháar tekjur.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .