American Airlines (AMR) þurfti að aflýsa 200 flugum í gær vegna venjubundinnar öryggisrannsóknar á MD-80 flugvélaflota félagins. Frá því að þriðjudag hefur AMR þurft að aflýsa meira en 3000 flugum vegna þess að Flugmálaeftirlit vestanhafs sagði að hjólabúnaður MD-80 vélanna væri í ólagi.

Tugþúsundir viðskiptavina AMR komst því ekki leiðar sinnar í vikunni. Talið er að þetta muni kosta félagið tugi milljóna dollara. Talið er að í dag, sunnudag, geti American flogið óáreitt með allar vélar í notkun.

Gengi bréfa AMR stendur nú í 9.48 dollurum á hlut og hefur lækkað talsvert á síðustu mánuðum. Í lok árs 2006, þegar FL Group keypti 6% hlut í félaginu, lá gengi bréfa félagins í kringum 30 dollara á hlut. FL Group seldi nánast allan sinn hlut í félaginu í lok nóvember 2007.