Einn meðlimur í starfsliði Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta herma heimildir CNN en miðillinn segir að talsmenn varaforsetans hafi neitað að tjá sig um málið.

Flug sem Pence átti að fara í fyrr í dag ku hafa frestast vegna þessa, en starfsmaðurinn sem greindist með kórónuveiruna var þó ekki með í för. Helsta áhyggjuefnið var að hann hafði þó verið í nálægð við marga í starfsliði varaforsetans.

Staðfest var í gær að lífvörður forsetans Donald Trump hefði greinst með kórónuveiruna en var jafnframt greint frá því að rannsóknir staðfestu að hvorki Trump né Pence væru sýktir af veirunni.