Íslenska hönnunarfyrirtækið Tulipop bauð til útgáfuteitis á dögunum þar sem fagnað var útgáfu fyrstu Tulipop barnabókarinnar, Mánasöngvarans. Samkoman var í hönnunar- og tískuhúsinu ATMO á Laugavegi þar sem vörur Tulipop eru meðal annars seldar. Að sögn aðstandenda var fjölmennt í veislunni og héldu börnin uppi fjörinu á meðan aðrir gæddu sér á appelsíni og lakkrísrörum. Það er bókaforlagið Bjartur sem gefur bókina út en Margrét Örnólfsdóttir rithöfundur fékk það hlutverk að gæða íbúa Tulipop lífi.

Signý Kolbeinsdóttir, hönnuður og annar stofnenda Tulipop, myndskreytir söguna. Signý á veg og vanda af sköpun hinna smáu og litríku fígúra í Tulipop-heiminum en hún stofnaði fyrirtækið ásamt Helgu Árnadóttur. Undir merkjum Tulipop hefur verið þróað úrval gjafavöru sem óhætt er að segja að notið hafi töluverðra vinsælda síðan hún kom á markað í mars árið 2010.

Tulipop útgáfuhóf
Tulipop útgáfuhóf
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Leikkonan Álfrún Helga Örnólfsdóttir var meðal gesta Tulipop ásamt þeim Kolbrúnu Helgu friðriksdóttur, Helgu Elínborgu Jónsdóttur og margréti friðriksdóttur.

Tulipop útgáfuhóf
Tulipop útgáfuhóf
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Líkt og sjá má vantaði ekki gesti af yngri kynslóðinni.

Tulipop útgáfuhóf
Tulipop útgáfuhóf
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Þau Axel Rúnarsson og Hulda Guðrún Karlsdóttir voru meðal gesta og nældu sér í tvær af fjölmörgum blöðrum sem prýddu loftið á ATMO Laugavegi þar sem útgáfuteitið fór fram.