*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 1. nóvember 2011 12:47

Árborg greiðir FME 400 þúsund

Fjármálaeftirlitið og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér sátt. Árborg greiðir 400 þúsund krónur.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Fjármálaeftirlitið og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér sátt vegna brots sveitarfélagsins á lögum um verðbréfaviðskipti. Með sáttinni gekkst Árborg, sem útgefandi skráðra skuldabréfa, við því að hafa ekki skilað lista yfir aðila fjárhagslega tengda fruminnherjum til FME innan tilskilins frests, þrátt fyrir áminningu. FME greinir frá sáttinni á heimasíðu sinni.

Að mati FME var hæfileg fjárhæð sáttarinnar 400 þúsund krónur.