Þingflokksfundur hjá Sjálfstæðisflokki fer fram í dag kl 13. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins verður meðal annars rætt hver taki við embætti innanríkisráðherra, eftir að Hanna Birna Kristjánsdóttir sagði af sér í kjölfar lekamálsins.

Ólíklegt verði þó að telja að tilkynnt verði um arftakann í dag, verði hann yfir höfuð valinn á fundinum. Samkvæmt heimildum blaðsins er Einar Kristinn Guðfinnsson, forseti Alþingis, helst orðaður við embættið. Þó séu fleiri innan flokksins sem komi til greina og séu það helst Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og Birgir Ármannsson.