MSCI Asia Pacific vísitalan, sem mælir gengi hlutabréfa í Eyjaálfu og Asíu utan Japans, lækkaði um 0,2% í dag, eftir að hafa á tímabili hækkað um 0,8%. Bankar og tryggingafélög leiddu hjörð lækkunarfyrirtækja. Nikkei vísitalan í Japan hækkaði um prómill. Að sögn Bloomberg er lækkun banka og tryggingafélaga rakin til ótta fjárfesta um að aukið tap vegna bandarískra undirmálslána komi niður á hagnaði þeirra.