Atorka Group-samstæðan tapaði  56,4 milljörðum króna  á árunum 2008 og 2009 og  eigið fé félagsins var neikvætt um  34,4 milljarða króna í lok árs 2009.  Þetta kemur fram í ársreikningi  móðurfélags samstæðunnar sem  skilað var inn til ársreikningaskráar  21. desember síðastliðinn.

Félagið leitaði nauðasamninga á  síðari hluta ársins 2009 og kröfuhafar  þess tóku það yfir í febrúar  í fyrra. Stóru viðskiptabankarnir  þrír og skilanefnd Glitnis eiga um  70% í félaginu.

Í nauðasamningum Atorku fólst  að hlutafé félagsins var fært niður  að fullu og kröfuhafar breyttu 92%  af kröfum sínum í hlutafé. Afgangi  krafnanna var breytt í nýtt skuldabréf  sem var útgefið af Atorku Group.  Auk þess fengu kröfuhafarnir  sameiginlega peningagreiðslu upp  á 250 þúsund krónur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.