ÁTVR hefur engin umsókn borist frá fyrirtækjum sem hafa hug á að flytja inn eða framleiða neftóbak til sölu hér á landi. Þetta kemur fram í svari Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, við fyrirspurn Viðskiptablaðsins.

Sagt var frá því í blaðinu þann 20. júní að ÁTVR hefði 1. júní lagt af sölustöðvun á öðru neftóbaki en sínu eigin. Það stopp hefur verið í gildi síðan 2012. Þá sóttu fjórir aðilar um leyfi til að fá að flytja inn neftóbak. ÁTVR hafnaði beiðninni þar sem grunur lék á að þar væri á ferð munntóbak klætt í búning neftóbaks.

Sjá einnig: Opna á nýjar tegundir neftóbaks

Síðan þá hefur ÁTVR beðið viðbragða heilbrigðisráðuneytisins en þörf er talin á að skýra regluverkið. Talið er að breytingar á tóbakslöggjöfinni, sem ætlað er að skýra muninn á munn- og neftóbaki, verði lagðar fyrir Alþingi á komandi þingi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .