Grikkland getur fengið aukna neyðaraðstoð frá og með 1. júlí næstkomandi. Þetta er niðurstaða viðræðna Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í gær, að því er kemur fram á Vísi.is.

Óeirðirnar í Grikklandi 2010.
Óeirðirnar í Grikklandi 2010.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Neyðaraðstoðin er háð þeim skilyrðum að gríska þingið samþykki fimm ára sparnaðar- og aðhaldsáætlun. Verður áætlunin borin undir gríska þingið í næstu viku. Óljóst er hvort þingmeirihluti sé til staðar fyrir þessari áætlun.