Verði frumvarp um breytingar á stjórn fiskveiða að lögum er það ávísun fjöldagjaldþrot ísleskra sjávarútvegsfyrirtækja. Afskrifa og gjaldfæra þarf keyptar aflaheimildir upp á rúmlega 180 milljónir króna. Þetta er niðurstaða áfangaskýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um áhrif frumvarpsins á starfandi sjávarútvegsfyrirtæki

Í áfangaskýrslu Deloitte kemur fram að verði frumvarpið samþykkt beri samkvæmt ársreikningalögum og alþjóðlegum reikningsskilastöðlum að gjaldfæra aflaheimildir fyrirtækjanna. Verðmæti þeirra í lok síðasta árs var rúmlega 180 milljarðar króna. Eigið fé fyrirtækjanna rýrnar að sama skapi og verður neikvætt í fjölda tilvika og fyrirtækin því í raun gjaldþrota.

Frestaðar skattgreiðslur 11 milljarðar

Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte, segir að verði frumvarpið að lögum muni það ekki aðeins kollvarpa efnahagsreikningum sjávarútvegsfyrirtækja heldur einnig fresta skattgreiðslum upp á milljarða króna. „Verði þær aflaheimildir, sem sjávarútvegsfyrirtæki hafa áður keypt, felldar niður eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu telst skattalegt bókfært verð þeirra til rekstrarkostnaðar.

Það mun hafa í för með sér umtalsvert lægri skattgreiðslur þeirra næstu ár en verið hefði að óbreyttu. Deloitte áætlar að frestaðar skattgreiðslur sjávarútvegsfélaga geti numið allt að 11 milljörðum króna á næstu árum vegna þessarar gjaldfærslu,“ segir Þorvarður.

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Stórskaðleg frumvarp

Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ segir að samtökin hafi frá upphafi bent á að frumvarpið sé stórskaðlegt fyrir íslenskan sjávarútveg og íslenskt samfélag. „Það hefur nú verið staðfest í úttektum sérfræðinga, þ.m.t. sérfræðingahópi sem sjávarútvegráðherra fékk til að meta áhrif þess. Nú er mikilvægt að ríkisstjórnin horfist í augu við veruleikann,“ segir Friðrik.