*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 2. október 2019 10:40

Bæjarins beztu lokar á Akureyri

Bæjarins beztu opnuðu sinn fyrsta pylsuvagn á Akureyri í byrjun sumarsins sem er nú búið að loka.

Ritstjórn
Fjölskyldufyrirtækið Bæjarins beztu hefur verið rekið frá árinu 1937 eða í 82 ár.
Axel Jón Fjeldsted

Fjölskyldufyrirtækið Bæjarins beztu pylsur hefur lokað útibúi sínu á Akureyri eftir að hafa opnað síðasta sumar. Opnun vagnsins fór vel af stað en sumarið reyndist samt sem áður vonbrigði. Rekstraraðili vagnsins segir að því miður sé ekki vettvangur fyrir rekstrinum á Akureyri. Þetta kemur fram á vef kaffid.is

,,Það er leiðinlegt að sjá að það sé ekki markaður fyrir svona vinsælum rétti eins og Bæjarins beztu pylsum á Akureyri. Við erum þó ennþá opin fyrir því að bjóða upp á Bæjarins beztu pylsur á Akureyri og hver veit hvort að við byrjum á því aftur einhvern tímann á næstunni,“ segir Barði Þór Jónsson, einn rekstraraðila vagnsins á Akureyri.