Hagnaður Bakkavarar fyrstu sex mánuði ársins jókst um tæplega þrjátíu prósent milli ára og nam 3,2 milljörðum króna þrátt fyrr erfitt viðskiptaumhverfi í Bretlandi á árinu, en veðurfar og innkallanir á vöru Bakkarvarar höfðu áhrif á rekstur félagsins. Hagnaður Bakkarvarar á öðrum ársfjórðungi nam tveimur milljörðum og jókst um 11% milli fjórðunga. Hagnaður hluthafa þar sem af er ári 1,2 pens á hlut og hefur aukist um þrjú prósent frá því í fyrra.

Arðsemi eigin fjár var 20,3 fyrstu sex mánuðina en minnkaði hún frá því á sama tíma og í fyrra en þá var hlutfallið 25,2. Arðsemi eigin fjár á öðrum fjórðung var 25% en 34,2 % á tímabili í fyrra.

Heildarvelta félagsins fyrstu sex mánuði ársins var ríflega níutíu milljarðar króna og er um ræða tíu prósenta aukningu frá því fyrra. EBITDA, eða hagnaður fyrir afskriftir, skatta og fjármagnsliði, á tímabilinu var nánast óbreytt eða 5,1 milljarður en EBITDA fyrstu sex mánuði ársins er 9,1 milljarður króna en það er tólf prósent aukning frá í því fyrra. Undirliggjandi vöxtur í rekstri fyrstu sex mánuði ársins var tíu prósent en 6,4% á öðrum ársfjórðungi.

Í uppgjöri félagsins er salan á vörum félagsins sögð góð. Mikilvægasta markaðssvæðið er Bretland en þaðan kemur 92% af veltu félagsins á þessu ári. Salan í Bretlandi var 83,1 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins og er það 31% aukning frá því á sama tímabili í fyrra. Salan jókst um fjórðung milli ára á öðrum ársfjórðungi. Söluaukningin í Bretlandi á sér stað þrátt fyrir að veðurfar hafi verið óhagstætt en hækkandi hráefnisverð og aukinn orkukostnaður höfðu jafnframt áhrif á starfsemi félagsins. Þrátt fyrir mikilvægi Bretlands þá hefur Bakkavör verið að styrkja stöðu sína á öðrum mörkuðum og félagið jók umsvif sín á meginlandi Evrópu og í Kína með fjárfestingum í þremur fyrirtækjum á tímabilinu.

Fram kemur í uppgjörinu að gert er ráð fyrir að viðskiptaumhverfið í Bretlandi verði áfram krefjandi það sem eftir lifir árs sökum hækkunar hráefniskostnaðar auk þess sem að vextir og verðbólga þar í landi hefur áhrif. Hinsvegar er gert ráð fyrir að eftirspurn eftir ferskum tilbúnum matvælum áfram að aukast og haft er eftir Ágústi Guðmundssyni, forstjóra, að félagið sé vel í stakk búið að nýta þau tækifæri sem í því felast.