Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum lækkuðu skarpt í viðskiptum dagsins. Kóreski þróunarbankinn sleit viðræðum um yfirtöku á fjárfestingabankanum Lehman Brothers, sem hafði þær afleiðingar að gengi bréfa í bankanum lækkaði um 45%. Fimm mánaða lágmark olíuverðs hafði þau áhrif að gengi olíuframleiðslufyrirtækja náði sex ára lágmarki sínu.

S&P 500 lækkaði um 3,4%, Dow Jones um 2,4% og Nasdaq um 2,6%.

Miklar hækkanir áttu sér í stað í gær í kjölfar þjóðnýtingar húsnæðislánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac. Sérfræðingar vestanhafs telja lækkun dagsins að hluta leiðréttingu á þeirri skörpu hækkun.