Mál Ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Baugi og Gaumi, félagi Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, vegna meintra meiriháttar skattalagabrota á árunum 1998 til 2003, verður tekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag klukkan 14:00.

Fyrirtöku málsins hafði áður verið frestað, til dagsins í dag. Þá hefur Hæstiréttur vísað frá kæru ákærðu vegna kröfu þeirra um að ákæruvaldinu yrði gert skylt að afhenda verjendum þeirra gögn er málinu tengjast í samræmi við skilyrði laga um merðferð sakamála. Dómstólar töldu að kæruheimild ákærðu skorti er fyrrnefnd atriði varðar.