Lögmenn Sam Bankman-Fried, stofnanda FTX rafmyntakauphallarinnar, telja réttast að skjólstæðingur sinn hljóti að hámarki fimm til sex ára fangelsisdóm.

Nefna þeir fjölda refsilækkunarástæður en Bankman-Fried getur hæst fengið rúmlega 100 ára fangelsisdóm en hann var sakfelldur fyrir að stela milljörðum dala frá viðskiptavinum FTX.

Kviðdómur í New York fann Bankman-Fried sekan í öllum sjö ákæruliðum sem hann var ákærður fyrir á síðasta ári. Saksóknarar segja málið eitt stærsta fjársvikamál í sögu Bandaríkjanna.

Lögfræðingar Bankman-Fried bera meðal annars fyrir sér að Bankman-Fried sé einhverfur en að þeim sökum væri því meira við hæfi að fangelsisdómur hans væri á bilinu 63 til 78 mánuðir. Þar að auki segja þeir að hann hafi ætlað sér að gera heiminn að betri stað með áformum sínum um rafmyntir.

„Þeir sem þekkja Sam eru viðkvæmir fyrir þeirri hörmulegu staðreynd að ekkert í lífinu veitir honum raunverulega hamingju. Sam þjáist af anhedonia, sem er alvarlegt ástand sem einkennist af næstum algjörum hamingjuskorti, hvatningu og áhuga. Svona hefur hann verið frá því hann var barn,“ skrifuðu lögmenn hans í 100 blaðsíðna skýrslu sem lögð var fram í gær.

Að þeirra mati mun langur fangelsisdómur myndi ógna öryggi hans vegna einhverfurófsröskunar. Þeir skrifuðu að fólk með röskun gæti átt í erfiðleikum með félagslegar vísbendingar og viðmið og gæti verið líklegra til að bregðast ekki við öðrum föngum eða fangavörðum með hefðbundnum hætti.

Þar að auki er búist við því að viðskiptavinir FTX muni fá peningana sína greidda til baka að fullu eftir gjaldþrot fyrirtækisins.