Skráning nýrra bíla í Evrópu drógst saman desember, níunda mánuðinn í röð.  Skráningum fækkaði um 2,7% í mánuðnum. Nýskráningum fækkaði um 4,9% árið 2010 samanborið við árið á undan.

Ástæða færri nýskráninga er aðallega rakin til þess að mörg Evrópulönd ákváðu í kjölfar fjármálakreppunar haustið 2008 að greiða íbúum sínum verulegar fjárhæðir fyrir eldri og mengandi bíla ef þær keyptu sér nýjan bíl sem jók nýskráningar verulega. Þessum greiðslum var hætt fyrrhluta ársins 2010 og þá tók nýskráningum að fækka á ný.