Vegna mikillar söluaukningar á örgjörvum í fartölvur gætu tekjur Intel á öðrum ársfjórðungi náð efstu spám. Eftirspurn eftir fartölvum hefur verið mjög mikil undanfarið og líklegt að svo verði fram á veturinn. Aukin sala á fartölvum hefur líklega átt þátt í að hækka gengi hluta í Intel, sem hækkaði um 24 cent í gær eða sem nemur 0,9%. Samkvæmt heimildum Bloomberg fór sala á fartölvum í fyrsta skipti yfir sölu á borðtölvum í maí en Centrino, sem er örgjörvi í fartölvur, er seldur á 40% hærra verði en bæði Pentium og Celeron (örgjörvar í borðtölvur) að því er segir í Vegvísi Landsbankans.

Söluaukningin á fartölvum veldur því að Intel gæti aukið tekjur sínar umtalsvert til skemmri tíma. Einnig hefur tölvuframleiðandinn Apple ákveðið að byrja að nota íhluti frá Intel í tölvubúnað sinn á næsta ári og er metið að það muni skila Intel 1 ma.USD í tekjur fyrir árið 2008.

Nánasta framtíð Intel virðist því vera björt enda héldu bréf í Intel áfram að hækka í dag. Þegar þetta er skrifað (kl.15:50) stendur gengi Intel í $27,18 á hlut og hefur hækkað um 0,3% í dag.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.