Björn Bjarnason, sem hefur gegnt bæði embættinum menntamálaráðherra og dómsmálaráðherra, varpar fram þeirri hugmynd á heimasíðu sinni að breyta útvarpshúsinu í höfuðstöðvar lögreglunnar.

Björn setur þessa hugmynd fram í kjölfar þess að Páll Magnússon útvarpsstjóri lýsti því yfir í gær í Kastljósi að hann vildi selja útvarpshúsið.

Björn segir að miðað við legu útvarpshússins á höfuðborgarsvæðinu og gerð hússins með miklum geymslum fyrir tæki og tól auk góðs rýmis umhverfis það mundi húsið til dæmis henta vel sem höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þar færi einnig vel um samhæfingarstjórn almannavarna, fjarskiptadeild lögreglu, neyðarlínuna auk vakstöðvar siglinga.

Hér má lesa pistil Björns í heild sinni.