ÍMARK veitti Borgarleikhúsinu verðlaun fyrir markaðsfyrirtæki ársins 2010 í gær. Er þetta í fyrsta sinn sem menningarfyrirtæki hlýtur verðlaunin. Önnur fyrirtæki sem fengu tilnefningu voru Icelandair og Vínbúðin.

Í umsögn dómnefndar var vísað til þess árangurs sem náðst hefur á síðustu tveimur árum. Þá þótti ljóst að Borgarleikhúsið samanstandi af einstaklegum sterkum og samhentum starfsmannahópi.

Simmig og Jói markaðsmenn ársins

Íslensku markaðsverðlaunin fyrir markaðsmaður ársins fóru að þessu sinni til tveggja manna, þeirra Sigmars Vilhjálmssonar og Jóhannesar Ásbjörnssonar, betur þekktir sem Simmi og Jói. Þeir opnuðu veitingarstaðinn Hamborgarafabrikkuna fyrr á árinu.

Það var samdóma álit dómnefndar að þeir Simmi og Jói væru öðrum Íslendingum í kreppu góð fyrirmynd. Stundum þurfi að standa upp og framkvæma hlutina, hrinda því óhugsandi í framkvæmd og láta ekki úrtölufólk standa í veginum. Segir ennfremur að á sex mánuðum hafi þeir náð að gera Hamborgarafrabrikkuna að einum vinsælasta veitingastað landsins og svo til skuldlausan.