*

fimmtudagur, 9. júlí 2020
Innlent 9. mars 2019 13:31

Brandenburg með flesta lúðra

Auglýsingastofan fékk fjóra lúðra af 19 tilnefningum. Önnur stofa, Kontor Reykjavík hlaut tvo lúðra, aðrar einn.

Ritstjórn
Frá afhendingu Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna, sem Ímark, samtök markaðsfólks á Íslandi, standa að.
Aðsend mynd

Íslensku auglýsingaverðlaunin, Lúðurinn, voru veitt við hátíðlega at­höfn á Reykjavík Hilton Nordica í gærkvöld. Þetta var í 33. sinn sem Lúðurinn var veittur en alls urðu þeir tólf talsins. Auglýsingastofan Brandenburg bar sigur úr býtum með fjölda Lúðra en alls hlutu þau fjóra Lúðra en þau voru með 19 tilnefningar eins og Eftir vinnu á Viðskiptablaðinu sagði frá á sínum tíma.

Það vakti hins vegar einnig athygli að tvær litlar auglýsingastofur fengu sitthvorn Lúðurinn. Annars vegar Maurar í flokki Kvikmyndaðra auglýsinga fyrir auglýsinguna Saman fyrir Coke Cola og hins vegar Falcor í flokki Samfélagsmiðlaauglýsinga fyrir auglýsinguna Ríkharður III fyrir Borgarleikhúsið. Auglýsingastofan Kontor Reykjavik hlaut 2 Lúðra og Hvíta Húsið, H:N Markaðssamskipti, Jónsson & Le´Macks og PIPAR/TBWA hlutu síðan einn Lúður hver.

Fyrr um daginn voru verðlaunin ÁRAN; Árangursríkasta auglýsingaherferðin 2018, veitt á ÍMARK ráðstefnunni en það var Nettó á netinu - Samkaup sem hlaut verðlaunin að þessu sinni en verkefnið var unnið af H:N Markaðssamskipti.

„ÍMARK dagurinn og Lúðurinn er svona eins og árshátíð markaðs- og auglýsingafólks þar sem við komum saman og lærum eitthvað nýtt um daginn og um kvöldið er verðlaunaafhending þar sem það besta og flottasta sem gerst hefur í auglýsingum á liðnu ári er verðlaunað,“ segir Jón Þor­geir Kristjánsson, framkvæmdastjóri ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks.

„Þetta er búið að vera einstaklega flottur dagur og kvöld og fullt hús bæði á ÍMARK daginn sjálfan og á verðlaunaafhendinguna á Lúðurnum“, segir Jón Þorgeir að lokum.

 • 1. Kvikmyndaðar auglýsingar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Saman - Coke Cola    Coke Cola    Maurar

 • 2. Útvarpsauglýsingar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Hlauptu það borgar sig - Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka    Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka    Brandenburg

 • 3. Prentauglýsingar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Hverra manna ert þú?     Íslensk erfðagreining     Kontor Reykjavík

 • 4. Vefauglýsingar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Kontoristi óskast    Kontor Reykjavík    Kontor Reykjavík

 • 5. Stafrænar auglýsingar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Posapianó    Íslandsbanki     Brandenburg

 • 6. Samfélagsmiðlar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Ríkharður III    Borgarleikhúsið    Falcor

 • 7. Umhverfis -og viðburðir           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Risapakki - 25 ára afmæli Domino´s     Domino´s    Brandenburg

 • 8. Veggspjöld og skilti           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    KEX Brewing á The Annual Icelandic Beer Festival    KEX Brewing    Hvíta húsið

 • 9. Bein markaðssetning           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Happapissupróf og smokkur    Happdrætti Háskóla Íslands    H:N Markaðssamskipti

 • 10. Mörkun           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Þjóðminjasafnið     Þjóðminjasafn Íslands    Jónsson & Le´Macks

 • 11.Herferðir           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    Nú er lag - Mottumars    Krabbameinsfélagið     Brandenburg

 • 12. Almannaheillaauglýsingar           

    Titill auglýsingar    Auglýsandi    Auglýsingastofa
    He for She - UN Women    UN Women     PIPAR/TBWA