Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi lækkaði um 0,73% í viðskiptum dagsins sem námu í heild sinni 2,6 milljarða króna.

Áhugavert er að greina frá því að bréf Kviku hækkuðu mest í virði en mikil umfjöllun hefur verið um tvo fagfjárfestingasjóði í rekstri Gamma en Viðskiptablaðið tók saman umfjöllun um málið í dag. Bréf félagsins hækkuðu um 2,41% og standa því nú í 9,33 krónum en þau hafa hækkað um 9,13% á þessu ári.

Í heildina lækkuðu átta félög á markaðnum í dag en mest lækkun var á bréfum Marel eða um 1,72% í 350 milljóna króna viðskiptum. Næst mest lækkaði Heimavellir, um 1,69% og standa bréf félagsins í 1,16 krónum hvert.

Næst mest hækkun var á bréfum Vísi eða um 1,35% en öll þrjú tryggingarfélögin, Vís, TM og Sjóvá hækkuðu á markaðnum í dag.