Klukkan hálf átta í morgun var tilkynnt um mikinn bruna í Börsen, dönsku kauphöllinni. Einhver hluti hússins er hruninn.

Bygging kauphallarinnar hófst árið 1619 og er hún eitt þekktasta mannvirkið í Kaupmannahöfn.

Ekki er vitað um nein slys á fólki. Miklar endurbætur voru í gangi í byggingunni.

Erlendir fjölmiðlar hafa líkt atburðinum við brunann í Notre Dame í París. Þeirra á meðal er breska Telegraph.

Mikið högg á eitt stærsta tryggingarfélag Norðurlanda

Danska viðskiptablaðið Börsen hefur fengið staðfest að EF Forsikring, eitt stærsta tryggingarfélag Norðurlanda, tryggi húsið. Bruninn gæti haft gríðarlega vond áhrif á fjárhag þess.

Hins vegar er málið ekki svo einfalt. Eldupptök gætu haft áhrif á hver þarf að bæta skaðann

Endurbygging hússins stendur yfir og tryggingafélagið Codan veitti verktakanum tryggingu í tengslum við það. Sú trygging tekur þó ekki til bruna.