Icelandair Cargo flýgur nú fjórum sinnum í viku á milli Keflavíkur og Brussel. Brussel er fimmti og nýjasti áfangastaðurinn í fraktvélaneti félagsins. Jafnfram hefur félagið fjölgað flugum til Liege og Humberside og er sumaráætlunin sú stærsta í sögu þess segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Til Brussel er flogið mánudaga til fimmtudaga klukkan 1755 og koma frá Brussel er þriðjudaga til föstudaga klukkan 0610 að morgni. Á útleið eru þrjú þessara fluga um Humberside í Bretlandi og eru þau þannig sniðin að þörfum út og innflytjenda. Þessum flugum er eins og öðrum flugum Icelandair Cargo þjónað með Boeing 757-200 fraktvélum.

Auk fluga til Brussel og Humberside er flogið átta sinnum í vikur milli Keflavíkur og Liege, sex sinnum til New York og einu sinni á Halifax og East Midlands.

Til viðbótar við hrein fraktflug selur Icelandair Cargo lestarpláss í farþegavélum Icelandair og þar er nýjasti áfangastaðurinn Manchester sem þegar nýtur vinsælda fiskútflytjenda.

Icelandair Cargo er nú með fjórar Boeing 757-200 fraktvélar í sinni þjónustu, en fimmta vélin er væntanleg í nóvember. Auk áætlunarflugs sinna þessar vélar leiguflugi erlendis.