Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen reiknar með að hægja muni á tekjuvexti á yfirstandandi ári í samanburði við síðasta ár. Áskoranir í efnahagslífinu og hörð samkeppni eru helstu ástæður þessa en á móti reiknar félagið með að nýjar vörur og lækkun ýmissa kostnaðarliða muni vinna upp á móti því.

Volkswagen reiknar með 5% tekjuvexti árið 2024, samanborið við 15% tekjuvöxt árið 2023. Félagið hyggst halda áfram að leggja mikið púður í fjárfestingar, þá sérstaklega í Kína, m.a. í rafhlöðuframleiðslueiningu. Alls reiknar félagið með að fjárfesta fyrir 170 milljarða evra á næstu fimm árum.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði