CCP var valinn besti sjálfstæði leikjaframleiðandinn og tók við verðlaunum evrópska leikjaiðnaðarins á Develop ráðstefnunni í Bretlandi í gær. Fyrirtæki á borð við Rovio frá Finnlandi og Crytek frá Þýsklandi voru einnig tilnefnd ásamt CCP í flokknun „Best Independent Studio“.

Develop Awards eru haldin árlega og veita evrópskum fyrirtækjum viðurkenningu sem þykja skara fram úr. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, segir þetta mikinn heiður og að þetta sé viðurkenning á þeim einbeitta dugnaði og elju starfsmanna CCP. 10 ár eru nú síðan leikurinn EVE var gefinn út en síðar á þessu ári mun fyrirtækið gefa út DUST 514.