Coldwater Seafood hefur ákveðið að loka fiskréttaverksmiðju sinni í Redditch í Bretlandi og gengið frá uppsögn 180 starfsmanna að undangengnum viðræðum við verkalýðssamtökin.

Áætlað er að lokunin komi til framkvæmda 6. júní næstkomandi.

Starfsemin sem verið hefur í Redditch verður flutt í tvær verksmiðjur sem Coldwater rekur í Grimsby, að því er fram kemur á vefnum FISHupdate.

Vísað er í yfirlýsingu Coldwater þess efnis að ráðist verði í verulegar fjárfestingar í verksmiðjunum í Grimsby til þess að bæta framleiðsluferilinn og tryggja störf þeirra 500 starfsmanna sem þar vinna.