*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Innlent 11. ágúst 2018 11:29

Dagbækur í flugi

Air Iceland Connect hefur tekið upp á því að gera fólki kleift að deila reynslu sinni af flugi félagsins í sérstakar dagbækur.

Ritstjórn
Air Iceland Connect heffur tekið upp á því að hvetja viðskiptavini sína til að skrifa dagbókarfærslur í flugi.
Aðsend mynd

Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect hefur tekið upp á því að biðja farþega sína um að handskrifa upplifun sína af þjónustu fyrirtækisins í sérstaka dagbók sem komið hefur verið fyrir hjá hverjum farþega í farþegarýminu. Síðan geta framtíðarviðskiptavinir fyrirtækisins lesið upplifanir fyrrum farþega í bókinni. 

Þessi stefna fyrirtækisins hefur vakið þó nokkra athygli en breska viðskiptablaðið Financial Times fjallar um málið. Mörg fyrirtæki í dag eru farin að hvetja farþega til að notast við samfélagsmiðla til að deila reynslu sinni af þjónustunni sem þau veita. 

Meðal upplifananna sem finna má í dagbókunum er meðal annars að finna dagbókarfærslur frá tveimur ungum finnskum stúlkum sem urðu veðurtepptar sem varð til þess að þær gátu upplifað borgarlífið í Reykjavík áður en þær hófu störf við rækjuvinnslu á Norðurlandi. 

Í þessum bókum opna farþegar sig einnig um einka- og ástarlífið sitt en margar af færslunum fjalla um ýmist ástarsorgir eða ástarsögur.

Svæðisstjóri Air Iceland Connect á Grænlandi segir að fólk alla jafna dýrki þessar bækur og hafi afar gaman af því að lesa færslur annarra farþega. 

Hér er frétt Financial Times um málið.

Stikkorð: Iceland Air Connect