Davíð Helgason, einn af stofnendum Unity, seldi hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu fyrir 55,8 milljónir dala, eða sem nemur 7,2 milljörðum króna, á dögunum 23.-30. nóvember.

Um er að ræða stærstu sölu Davíðs í Unity frá því félagið fór á markað í september 2020 en samtals hafði hann selt bréf í fyrirtækinu fyrir tæplega 6,2 milljarða króna í nokkrum lotum frá maí til september síðastliðins. Taka skal þó fram að hlutabréfaverð Unity hefur hækkað nokkuð að undanförnu og var meðalsöluverð Davíðs í viðskiptunum í nóvember um 33,5% hærra en þegar hann seldi í september síðastliðnum.

Heildarsöluandvirði Davíðs frá því maí nemur nú 104,2 milljónum dala eða um 13,5 milljarða króna. Hann á þó enn um 3,3% hlut í Unity að markaðsvirði 207 milljörðum króna miðað við gengi krónunnar í dag.

Davíð var áður með hlut sinn í Unity í sameiginlegu félagi hans og Joachim Ante, meðstofnanda Unity en færði hlut sinn í Unity til eigins eignarhaldsfélags um miðjan októbermánuð.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér . Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Rætt við Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóra Storytel á Íslandi, um hraðan vöxt félagsins.
  • Framkvæmdastjórar SA og Viðskiptaráðs bregðast við fjárlagafrumvarpinu.
  • Breytingar í útreikningi á lífslíkum hækka skuldbingar lífeyrissjóða um hundruð milljarða króna og kunna að leiða til þess að lífeyrisaldurinn verði hækkaður.
  • Rætt við Bjarna Benediktsson um nýjan stjórnarsáttmála og fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
  • Týr fjallar um ráðherraskipan nýrrar ríkisstjórnar.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Óðinn fjallar um Landspítalann og fjárlögin.
  • Rætt er við annan stofnenda Greenfo, sem mælir kolefnisspor á nýstárlegan hátt.
  • Farið er yfir mikið ójafnvægi sem myndast hefur á markaði með atvinnuhúsnæði.
  • Nýjustu vendingar á gjaldeyrismarkaði reifaðar.