Deloitte hefur tekið í notkun Rent A Prent, sem er umhverfisvæn prentþjónusta frá Nýherja.

Fram kemur í tilkynningu að með innleiðingu á Rent A Prent eykur Deloitte öryggi og yfirsýn í meðferð gagna. Með aðgangsstýrðu prentumhverfi Rent A Prent er komið í veg fyrir að útprentuð gögn liggi á glámbekk þar til þau eru sótt, enda eru gögn ekki prentuð út fyrr en eigandi hefur auðkennt sig hjá prentara. Þá dregur auðkenni á prentverki verulega úr sóun á pappír og prentun, en talið er að um 15% af útprentunum séu aldrei sóttar.

Anton Már Egilsson lausnaráðgjafi hjá Nýherja segir að með fjarvöktun sé brugðist við um leið og bilun á sér stað. "Reynsla viðskiptavina okkar er sú að með Rent A Prent náist fram töluverð lækkun á prentkostnaði. Þess utan er fjárbinding í prentbúnaði engin þar sem búnaðurinn er alfarið í eigu Nýherja.“