Dow Jones hrundi um 218 punkta á fyrstu 5 mínútum markaðsins í dag.

Við skrif þessarar fréttar hefur markaðsvísitala Dow Jones Industrial Average ( DJIA ) fallið um ríflega 177 punkta eða 0,85%. Á fyrstu fimm mínútum viðskipta á bandaríska hlutabréfamarkaðnum féll vísitalan um 200 punkta, en hefur hækkað síðan.

Greiningaraðilar telja þessa öru lækkun stafa af heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hefur ekki verið lægra en 2009. Verð á tunnu nemur nú rétt rúmlega 40 bandaríkjadölum.

Til hliðsjónar má geta þess að í hruninu 2008 náði verðið heilum 140 dölum áður en það hrundi svo niður undir 40 dala markið rétt fyrir áramót 2009. Viðskiptablaðið greindi frá þessu fyrr í dag.

Meðal þeirra 30 fyrirtækja sem mynda vísitöluna má nefna ExxonMobil , sem hefur fallið um 2,16% og Chevron , sem hefur fallið um 1,35%. Félögin starfa við verslun með olíu og gas.