Ekki virðist sérstakt samhengi á milli stærðar sveitarfélaga og fjölda starfa sem þau bjóða. Dreifbýli kann hér að vera einn áhrifaþátta þar sem dreifbýlt sveitarfélag kann að kalla á fleiri störf.

Þá hafa mörg sveitarfélög þurft að grípa til hagræðingaraðgerða en önnur ekki. Miðað við upplýsingar í meðfylgjandi töflu má sjá að þar sem fjöldi stöðugilda á hverja 100 íbúa er mestur er hlutfall veltufjár á móti tekjum lægst. Hlutfallið er raunar líka lágt á Vesturlandi. Hlutfall launakostnaðar á móti tekjum, sem sýnir hversu stór hluti tekna fer í að greiða laun, er einnig hærra á þessum svæðum þó að aftur skeri Vesturland sig úr.

Hagstærðir sveitarfélaga eftir landsvæðum.
Hagstærðir sveitarfélaga eftir landsvæðum.
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.