Á umræðufundi Viðskiptaráðs og VÍB um samkeppnishæfni Íslands í Hörpu í morgun var ný skýrsla svissneska viðskiptaháskólans IMD um samkeppnishæfni þjóða til umræðu. Þar kom fram að Ísland hefur hækkað um fjögur sæti, úr 29. sæti yfir í það 25.

Björn Brynjólfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti skýrsluna en hann segir ástæðuna fyrir því að Ísland sé að hækka á listanum vera þá að efnahagsleg frammistaða landsins sé í heildina að batna. Þó eru miklar áskoranir framundan. Hann nefnir að í fyrsta lagi þurfi að afnema fjármagnshöft á Íslandi en einnig er kallað eftir aukinni vissu og sátt um stefnumörkun hins opinbera.

VB Sjónvarp ræddi við Björn.