*

miðvikudagur, 21. apríl 2021
Innlent 8. apríl 2021 14:11

Efsta hæð Kringluturns til sölu

Skrifstofurými á efstu hæð Stóra turns í Kringlunni er auglýst til sölu eða leigu en skrifstofan er 231,5 fermetrar að stærð.

Ritstjórn
Atvinnueign auglýsir skrifstofurýmið á efstu hæð Stóra turns í Kringlunni.
Aðsend mynd

Skrifstofuhúsnæði á efstu hæð í Stóra turni Kringlunnar er auglýst til sölu eða leigu á fasteignavef Vísis. Húsnæðið sem nær til níundu og tíunda hæðar turnsins er alls 231,5 fermetrar samkvæmt þjóðskrá. Ekki er gefið upp ásett verð en fasteignamat á eigninni er 62,9 milljónir króna. 

Neðri hæð húsnæðisins er um 178 fermetrar og sú efri, sem er eitt opið vinnusvæði, um 55 fermetrar. Brúttó golfflöturinn er hins vegar 302 fermetrar, að því er kemur fram í fasteignaauglýsingunni

Húsnæðið skiptist í þrjú lokuð skrifstofuherbergi, opið vinnusvæði, tvær snyrtingar, tölvuherbergi, auk eldhúss og móttöku.

Stikkorð: Kringlan Stóri turn