Skúli K. Skúlason segir frá ferli sínum í bílabransanum á Íslandi í viðtali við Bíla, fylgirit Viðskiptablaðsins, sem kom út í morgun.

„Eftir tæp tvö ár þar [hjá bílaverkstæðinu Ventil] hjá  fékk ég símtal frá Vífilfelli, en þar hafði ég unnið á sumrin með námi. Mér var boðið að koma og vinna í viðhaldsdeild fyrir gosdrykkjavélar. Ég sá að námið myndi nýtast vel og að launin voru hærri, þannig að ég sló bara til.

„Það leið ekki á löngu þar til mér var boðin yfirmannastaða og var því orðinn deildarstjóri hjá Vífilfelli aðeins 24 ára gamall og farinn að ferðast út um allan heim að kaupa græjur og búnað fyrir hundruð milljóna“ segir Skúli.

„Ég er upphafsmaður sjálfsalavæðingarinnar á Íslandi og keypti þá í gámavís. Ég setti í gang þessa svokölluðu „full service“ þjónustu sem var grunnurinn að velgengni sjálfsalanna.“

Við settum á laggirnar deildinnan Vífilfells sem var á fáum árum orðin arðbærasta deildin í fyrirtækinu en hún þjónaði kvikmyndahúsum, skyndibitastöðum og börum um allt land.

Ég var 10 ár hjá Vífilfelli og þetta var skemmtilegur tími sem kenndi mér margt, enda eitt þekktasta vörumerki heims.“