Seðlabanki Bandaríkjanna hóf á föstudaginn að kaupa verðbréf í samræmi við áform sín að auka peningamagn í umferð en bankinn mun dæla inn 600 milljörðum dala inn í bandarískt efnahagslíf.  Þetta kemur fram á vef WSJ.

Fjárfestar byrjuðu þá að minnka verðbréfastöður sínar, hvort sem um var að ræða hlutabréf, skuldabréf eða gull.  Markaðsaðilar segja að margir hafi veðjað á að nýr björgunarpakki kæmi frá seðlabankanum og tekið stöður með hlutabréfum og öðrum verðbréfum.  Nú þegar liggur fyrir hversu mikið seðlabankinn mun prenta af peningum  losa sömu aðilar stöður sínar með sölu.

Dow Jones (DJIA) lækkaði um 2,2% í vikunni en hefur þó hækkað um 7,3% það sem af er ári.