Hagnaður Stoða árið 2012 var 5.067 milljónir króna, samanborið við 1.127 milljóna króna hagnað árið 2011. Tekjur félagsins jukust mjög á milli ára og fóru úr 1.317 milljónum króna árið 2011 í 5.211 milljónir í fyrra. Þá lækkaði rekstrarkostnaður úr 152 milljónum króna í 144 milljónir.

Eignir félagsins stóðu nánast í stað milli ára, voru 35,4 milljarðar í árslok 2011 en 35,5 milljarðar um síðustu áramót. Skuldir félagsins voru rétt rúmir fjórir milljarðar í fyrra, en voru aðeins um níu milljónir ári síðar. Eigið fé félagsins er því rétt tæpir 35,5 milljarðar og eiginfjárhlutfall fyrirtækisins 99,97%.

Á aðalfundi, sem haldinn var á miðvikudag, voru Eiríkur Elís Þorláksson, Sigurjón Pálsson og Hermann Már Þórisson endurkjörnir til setu í stjórn Stoða. Stoðir eru að meirihluta í eigu Glitnis, Landsbankans og Arion banka.