Margaretha Kamprad, eiginkona Ingvars Kamprad stofnanda og helsta eigenda Ikea, lést í gær eftir langvarandi veikindi. Hún var 71 árs gömul þegar hún lést en hún og Ingvar bjuggu saman í hálfa öld.

Ingvar Kamprad, sem er einn ríkasti maður veraldarinn sagði frá því í viðtali fyrir nokkrum árum að eiginkona hans hafi lagt eigin starfsfram til hliðar til þess að hann gæti einbeitt sér alfarið að því að byggja upp Ikea-veldið.

Ingvar var opinskár í umræddu viðtali og sagði að Margaretha hefði hætt að kenna og reyndar lengi verið í öðru eða þriðja sæti á forgangslista hans enda hafi hann verið að heiman 200 daga á ári.

Ingvar og Margaretha eiga þrjá syni en Ingvar er fæddur 1926 og varð 85 ára gamall í vor.