. „Veskið er tómt,“ sagði Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforníu, þegar hann kynnti fjárhagsáætlun ríkisins um mitt sumar. Staðan kallar á róttækar aðgerðir, meðal annars sölu á opinberum eignum. Þar helst eru skólar, meðferðarheimili og fangelsi.

Þetta hefur mætt mikilli andstöðu. Stéttarfélög hafa gripið til þess að segja Schwarzenegger vera að „tortíma“ opinberri þjónustu. Vísa þar vitaskuld til Tortímandans sem Schwarzenegger túlkaði eftirminnilega.

Sjá nánar ítarlega umfjöllun um sölu á eignum ríkja Bandaríkjanna í Viðskiptablaðinu sem kom út 22. desember sl.