Skiptum á fyrr­verandi rekstrar­fé­lagi tón­listar­há­tíðarinnar Iceland Airwa­ves, IA tón­listar­há­tíð ehf., er lokið og voru engar eignir í búinu.

Lýstar kröfur námu tæpum 22 milljónum króna án þess að greiða hafi fengist.

IA tón­listar­há­tíð var úr­skurðað gjald­þrota í byrjun árs en Iceland Airwa­ves há­tíðin var síðast rekin af fé­laginu árið 2017.

Sena Live keypti há­tíðina af fé­laginu í febrúar 2018 í kjöl­far tap­reksturs síðast­liðinn tvö ár. Grímur Atla­son, fram­kvæmda­stjóri um ára­bil , lét af störfum sam­hliða kaupunum.

IA tón­listar­há­tíðin var í eigu Út­flutnings­skrif­stofa ís­lenskrar tón­listar (Útón), sem heyrir undir mennta- og menningar­mála­ráðu­neytið en félagið fær tekjur í gegnum fjár­lög.

Fé­lagið skilaði árs­reikningi fyrir rekstrar­árið 2016 og nam tap fé­lagsins 57 milljónum og eigið fé var nei­kvætt um 46,2 milljónir.